Kynningarfundur um Key Habits

Í kvöld kl. 20:30 verður Brynjar Karl frá Key Habits með kynningu í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Brynjar mun fara yfir hugmyndafræði og þjónustu Key Habits sem og svara spurningum gesta. Fundurinn er c.a. 30 mínútur og er opinn fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta eigin heilsu og líðan.

Markmið þjálfunarinnar er m.a. að bæta matarvenjur þannig að auðvelt verði fyrir iðkendur að viðhalda þeim þegar þjálfuninni lýkur. Með góðum þjálfurum og sérsniðnum æfinga- og aðgerðaáætlunum verður líkamsræktin skemmtileg og árangursrík.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.keyhabits.is.