Kynningarfundur á barna- og unglingastarfi GOS

Mánudaginn 29. maí fer fram kynningarfundur á starfsemi barna- og unglingadeildar Golfklúbbs Selfoss í golfskála klúbbsins við Svarfhólsvöll kl.18:30.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og starf sumarsins kynnt.

Fundurinn er ekki einungis hugsaður fyrir unga kylfinga og foreldra þeirra heldur einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja í golfi og vilja kynna sér starfið.

Fyrri greinGott stig í Keflavík
Næsta grein78 milljón króna samningur milli Árborgar og ungmennafélagsins