Kvennalandsliðið heimsækir Hveragerði og Selfoss

A-landslið kvenna í knattspyrnu mun æfa í Hamarshöllinni í Hveragerði fimmtudaginn 21. janúar kl. 15:30. Fyrir æfinguna ætla landsliðskonurnar að hitta áhugasama krakka í Hveragerði og eftir æfingu á Selfossi.

Upp úr klukkan 15 mun liðið árita og dreifa plaggötum í Hamarshöllinni og eftir æfinguna, um kl. 17:15 verður liðið í Sundhöll Selfoss og áritar þar einnig plaggöt.

Knattspyrnukrakkar eru hvattir til að mæta á svæðið en meðal leikmanna í æfingahópnum eru Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Selfoss. Dagný Brynjarsdóttir er ekki í æfingahópnum að þessu sinni þar sem hún er nýfarin til æfinga í Bandaríkjunum.

Fyrri greinSelfyssingar öruggir í átta liða úrslitin
Næsta greinLeitað að heitu vatni á Selfossi