Kvennahlaupið á Selfossi

Á morgun, laugardaginn 14. júní, fer fram hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og er þetta í 25. skiptið sem hlaupið fer fram.

Á Selfossi sér Kvenfélag Selfoss um hlaupið eins og verið hefur.

Þrjár göngu/hlaupaleiðir eru í boði sem byrja allar við Byko í Langholti:
2,2 km Langholt, Engjavegur, Reynivellir, Austurvegur, Langholt.
4,8 km Langholt, Erlurimi, Suðurhólar, Tryggvagata, Norðurhólar, Langholt.
5,7 km Langholt, Erlurimi, Suðurhólar, Vesturhólar, Norðurhólar, Langholt.

Mæting er við Byko kl. 10:45, lagt af stað kl. 11:00

Kl. 12:00 hefst afmælishátíð Byko þar sem boðið verður upp á pylsur. Frítt er í Sundhöll Selfoss í boði Sveitarfélagsins Árborgar eftir hlaupið fyrir þáttakendur.

Forskráning í hlaupið er í dag, föstudaginn 13. júní kl. 16-19 í Krónunni og á laugardag kl. 9-11 í Byko.

12 ára og yngri greiða 1000 krónur en 13 ára og eldri 1500 kr.

Stelpur á öllum aldri eru hvattar til að taka þátt í hlaupinu eða vera í klappliðinu við markið í Langholti.

Fyrri greinSumarlegar kexkökur fyrir káta kroppa
Næsta greinValgeir í Sólheimakirkju