Kvennahlaup í 30 ár

Konur á öllum aldri hlupu og gengu á Selfossi í morgun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn víðsvegar um landið í dag, laugardaginn 15. júní. Hlaupið langstærsti almenningsíþróttaviðburðurinn á Íslandi á hverju ári.

Konur á öllum aldri komu meðal annars saman á Selfossi í morgun og áttu skemmtilega stund þar sem sumar hlupu en aðrar gengu.

Í 30 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu, hreyfingu og samveru.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að allir komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.

Fyrri greinValli Reynis er með allt upp á tíu
Næsta greinLeiknir hafði toppsætið af Selfyssingum