Kveikt á jólaljósunum í kvöld

Miðbær Selfoss. Ljósmynd/arborg.is

Einstök jólastemning verður í miðbæ Selfoss í kvöld, þar sem jólalög verða sungin áður en ljósin verða kveikt á jólatrénu á Brúartorgi.

Jólatónlist mun óma um miðbæinn, áður en barna- og unglingakór Selfosskirkju stígur á stokk kl. 17:45.

Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, flytur svo stutt ávarp áður en ljósin verða kveikt á jólatrénu klukkan 18:00 eins og er orðin hefð í miðbæ Selfoss.

Verslanir og veitingastaðir verða með opið til 21:00 og ýmis tilboð verða í gangi í verslunum um allan bæ.

Þá munu félagsmenn í Myndlistarfélagi Árnessýslu halda jólamarkað á vinnustofu félagsins í Sandvíkursetri og opnar hann kl. 18:00. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af handverki, ekki eingöngu listaverkum heldur handverki sem endurspeglar fjölhæfni félagsmanna. Jólamarkaðurinn er tilvalinn til að finna einstakar og vandaðar gjafir fyrir jólin. Þarna verður heitt á könnunni, jólakökur og jólastemning.

Fyrri greinAldan hlaut Íslensku hljóðvistarverðlaunin
Næsta greinÓmetanlegt þegar forsvarsfólk íþróttahéraða hittist