Selfoss heimsótti KV í Vesturbæinn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Með góðum lokaspretti tryggðu Selfyssingar sér 73-79 sigur.
Selfyssingar byrjuðu betur en þegar leið á 1. leikhluta seig KV framúr. Selfoss skoraði síðustu stigin í leikhlutanum og staðan var 22-22 að tíu mínútum liðnum. Annar leikhluti var hnífjafn en Selfoss náði 9-2 áhlaupi rétt fyrir leikhlé, 41-46 í hálfleik.
Selfoss byrjaði betur í seinni hálfleik og náði 11 stiga forskoti en KV svaraði fyrir sig í upphafi 4. leikhluta og minnkaði muninn í 62-63 þegar sex mínútur voru eftir. Selfyssingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu sanngjarnan sigur.
Kristijan Vladovic var stigahæstur Selfyssinga með 20 stig en hann var framlagshæstur Selfyssinga ásamt Collin Pryor sem skoraði 8 stig, tók 8 fráköst og sendi 6 stoðsendingar.
Selfyssingar eru í 4. sæti deildarinnar með 4 stig en KV er í 9. sæti með 2 stig.
KV-Selfoss 73-79 (22-22, 19-24, 11-15, 21-18)
Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 20/5 stoðsendingar, Steven Lyles 13/8 fráköst, Tristan Máni Morthens 10, Collin Pryor 8/8 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Halldórsson 8, Fróði Larsen Bentsson 8, Ari Hrannar Bjarmason 7/6 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 4, Pétur Hartmann Jóhannsson 1.
