Kristrún til toppliðsins í Austurríki

Kristrún Rut Antonsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir hefur skrifað undir samning hjá austurríska félaginu Sankt Pölten.

St. Pölten er með fullt hús stiga í toppsæti austurrísku deildarinnar eftir níu umferðir.

Kristrún Rut, sem er Hvergerðingur, lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Selfossi en hún hefur á undanförnum árum spilað víða í Evrópu; t.d á Ítalíu, í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Fyrri greinÞríeykið í Listasafni Árnesinga
Næsta greinBindin fram í febrúar