Kristrún sjóðheit í stórsigri Hamars

Hamarskonur eru komnar með níu fingur á deildarmeistarabikarinn eftir sigur á Haukum í Iceland-Express deildinni í kvöld, 59-90.

Hamar komst yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru búnar af leiknum, 4-7, og eftir það létu þær ekki forystuna af hendi. Staðan var 16-26 að loknum 1. leikhluta og 39-50 í leikhléinu.

Hamar gerði svo endanlega út um leikinn með því að skora 21 stig gegn 9 í 3. leikhluta og yfirburðirnir héldu áfram í síðasta fjórðungnum.

Kristrún Sigurjónsdóttir var sjóðheit í leiknum og skoraði 35 stig, þar af 21 fyrir utan teig. Jaleesa Butler skoraði 18 stig og tók 14 fráköst, Slavica Dimovska skoraði 17 stig, sendi 12 stoðsendingar og stal 6 boltum.

Fyrri grein222 stig á Laugarvatni
Næsta greinViðar og Tumi sigruðu