Kristrún kemur heim

Handknattleikskonan Kristrún Steinþórsdóttir hefur samið við Selfoss til næstu tveggja ára. Kristrún er að koma heim eftir að hafa leikið eitt tímabil í Danmörku.

Áður en hún hélt út þá lék hún með Selfyssingum í efstu deild á fyrsta ári liðsins þar, en hún spilaði þá 19 leiki fyrir liðið og skoraði 64 mörk.

Það er ljóst að koma Kristrúnar er mikil styrking fyrir hið unga og efnilega lið Selfoss fyrir átökin í Olísdeildinni næsta vetur.