Kristrún í stuði gegn Njarðvík

Hamarskonur eru taplausar að loknum sex umferðum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Hamar vann Njarðvík í kvöld, 72-58.

Hamar tók forystuna strax í 1. leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 39-29 en undir lok 3. leikhluta var munurinn orðinn 18 stig 57-39 eftir að Kristrún Sigurjónsdóttir hafði sökkt þremur þristum í röð.

Njarðvík minnkaði muninn niður í 10 stig á lokakaflanum 61-51, þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Kristrún hélt þá áfram að skora auk þess sem Fanney Guðmundsdóttir var drjúg í sókninni og sigur Hamars var aldrei í hættu.

Kristrún var lang atkvæðamest í liði Hamars með 34 stig, Fanney skoraði 13 og Jaleesa Butler 12, auk þess sem hún tók 20 fráköst.

Fyrri greinHefur umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu
Næsta greinJón Daði til reynslu hjá AGF