Kristrún á leið til Rómar

Knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Selfoss, er aftur á leið til Ítalíu en hún hefur samið við lið AS Roma sem leikur í Serie A.

Kristrún þekkir ítalska boltann vel en hún spilaði með Chieti í Serie B síðasta vetur og skoraði þar fimm mörk í sautján leikjum. Lið Roma er nýliði í Serie A.

Í sumar hefur Kristrún spilað níu leiki með Selfyssingum í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark. Kristrún, sem er 23 ára Hvergerðingur, hefur leikið 127 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum.

Fyrri greinHamar hikstar áfram
Næsta greinJólasveinarnir gáfu þrjú hjartastuðtæki