Kristján Már og Gunnlaugur HSK meistarar í tvímenningi

HSK tvímenningurinn í bridds fór fram í Selinu á Selfossi á dögunum með þátttöku sautján para.

Spiluð voru fjörutíu spil og eftir þau stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 333 stig.

Jafnir í öðru og þriðja sæti með 330 stig voru svo sveitarfélagarnir Helgi Hermannsson og Brynjólfur Gestsson og Sigurður Skagfjörð og Þorgils Torfi Jónsson. Brynjólfur og Helgi unnu innbyrðis viðureign þeirra og lentu því öðru sæti.

Fyrri greinÞór skellti Haukum í Þorlákshöfn
Næsta greinStefán Árni nýr forstjóri Límtré Vírnets