Kristján íþróttamaður ársins hjá Hamri

Kristján Valdimarsson eð verðlaun sín á aðalfundi Hamars. Ljósmynd/Hamar

Blakmaðurinn Kristján Valdimarsson var kjörinn íþróttamaður Hamars 2022 en kjörinu var lýst á aðalfundi félagsins um síðustu helgi.

Kristján er varafyrirliði í liði Hamars sem hefur undanfarin ár unnið allt sem hægt er að vinna hérlendis með karlaliði Hamars. Hamarsmenn eru ríkjandi deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar auk þess sem þeir urðu meistarar meistaranna í haust. Kristján er fyrirmyndar íþróttamaður, innan vallar sem utan en auk Hamars er hann lykilmaður í íslenska landsliðinu, sem lék í undankeppni Evrópumótsins á síðasta ári.

Þrír aðrir íþróttamenn voru verðlaunaðir á aðalfundinum; Úlfur Þórhallsson badmintonmaður Hamars, Ragnar Nathanielsson körfuknattleiksmaður Hamars og Ísak Sindri Danielsson Martin knattspyrnumaður Hamars.

Fyrri greinYfir fimmtíu manns komið til bjargar við Pétursey
Næsta greinÓskir Hellubúa um þvottaplan rætast