Kristinn vann bronsverðlaun

Krist­inn Þór Krist­ins­son, Samhygð, varð fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna í frjálsíþrótta­keppni Smáþjóðal­eik­anna, en keppni hófst í Reykjavík í dag.

Kristinn varð þriðji í 800 metra hlaupi á tímanum 1:58,94 mín­.

Aðstæður voru ekki góðar í hlaupinu, kuldi og norðanvindur sem gerði keppendum erfitt fyrir. Kristinn átti ágætt hlaup og gerði mjög vel á lokasprettinum þar sem hann tryggði sér bronsið með því að taka fram úr tveimur keppinautum sínum á síðustu metrunum.

Fyrri grein„Gott að fá stóran sigur“
Næsta greinMenningarveisla á afmælisári