Kristinn útfærði hlaupið snilldarlega

Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Samhygð, bætti sinn persónulega árangur í 800 m hlaupi um rúmlega sekúndu á Kaupmannahafnarleikunum í vikunni.

Kristinn hljóp á 1:50,38 mín og vann B-riðil mótsins. Tíminn er að sjálfsögðu nýtt HSK met en Kristinn átti það fyrir.

Hann hljóp mjög vel og útfærði hlaupið snilldarlega að sögn þjálfara hans, en þetta er sjötti besti árangur Íslendings frá upphafi.

„Nú hlýtur hann að fara að taka metið mitt – tími kominn á það,“ var haft eftir Erlingi Jóhannssyni, þjálfara Kristins Þórs, að loknu hlaupinu, en Erlingur á Íslandsmetið í 800 m, 1:48,83 sett á Bislett frjálsíþróttavellinum í Osló 4. júlí 1987.

Fyrri greinPáll Jóhann: Á bjargi byggði hygginn maður hús, á sandi byggði…
Næsta greinEnglar og menn í Strandarkirkju