Kristinn Sölvi með þrennu í óvæntum sigri Árborgar

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Árborgar, sem leikur í 4. deild karla, gerði sér lítið fyrir og sló út 2. deildarlið KV í 32-liða úrslitum fotbolti.net bikarsins á Selfossvelli í kvöld.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson skoraði tvívegis fyrir Árborg í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu.

KV minnkaði muninn strax í kjölfarið og spenna hljóp í leikinn undir lokin þegar KV skoraði aftur í uppbótartímanum, en skömmu áður hafði Ingi Rafn Ingibergsson fengið rauða spjaldið fyrir hættuspark. Tíu Árborgarar vörðust hins vegar fimlega á lokakaflanum og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum með 3-2 sigri.

Fótbolti.net bikarinn er ný bikarkeppni neðri deilda félaga á vegum KSÍ, en í henni taka þátt liðin í 2., 3. og 4. deild Íslandsmótsins.

Fyrri greinÞrettán HSK met sett í Bláskógaskokkinu
Næsta greinEldur í Meitlinum