Kristinn sigraði á nýju HSK meti

Kristinn Þór Kristinsson vann eina sigur keppenda HSK á seinni degi bikarkeppni FRÍ þegar hann sigraði í 800 m hlaupi á 1:52,27 mín sem er nýtt héraðsmet.

Tíminn er bæting hjá Kristni frá því fyrr í sumar upp á 0,17 sekúndur. Þetta er annar sigur hans um helgina en í gær sigraði hann í 1.500 m hlaupi.

HSK varð í 4. sæti í stigakeppninni með 120,5 stig en ÍR sigraði nokkuð örugglega með 174,5 stig.

Fjóla Signý Hannesdóttir varð önnur í 100m grindahlaupi í dag á 14,48 sek. Hún varð síðan þriðja í 200 m hlaupi á 25,63 sek og einnig í langstökki þar sem hún stökk 5,50 m.

Guðbjörg Viðarsdóttir varð önnur í kringlukasti þegar hún kastaði 34,48 m og Anton Kári Karlsson varð í 2.-3. sæti í hástökki, stökk 1,83

Haraldur Einarsson þriðji í þrístökki, stökk 13,35 m og Ólafur Guðmundsson varð þriðji í 110 m grindahlaupi á 16,25 sek.

Þá varð Sólveig Helga Guðjónsdóttir þriðja í 800m hlaupi kvenna á 2:35,27 mín.

Fyrri greinHaldið upp á afmæli Hvolsvallar
Næsta greinSelfoss tapaði baráttunni í bleytunni