Kristinn sigraði örugglega

Kristinn Þór Kristinsson, HSK, sigraði örugglega í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fór í Laugardalnum í dag.

Kristinn hljóp 800 metrana á 1:53,24 mín og hafði gott forskot á keppinauta sína.

Eva Lind Elíasdóttir, Þór, jafnaði sinn besta árangur í kúluvarpi innanhúss þegar hún kastaði 11,56 m og varð í 2. sæti. Annar Þórsari, Styrmir Dan Steinunnarson, varð þriðji í hástökki, stökk 1,88 m.

Fyrri greinÓvissustigi lýst yfir
Næsta grein„Ekki spurning hvort, heldur hvenær“