Kristinn setti HSK met

Fjöldi fólks af sambandssvæði HSK tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á dögunum. Kristinn Marvinsson stórbætti HSK metið í hálfmaraþoni karla í flokki 60-64 ára í hlaupinu.

Kristinn hljóp á 1;49.46 klst.

Í úrslitum kemur ekki fram félag keppenda og því gætu Sunnlendingar hafa sett fleiri HSK met. Metaskráin er á www.hsk.is og úrslit má sjá á www.marathon.is. Ábendingar um met, ef einhver eru, eru vel þegnar á hsk@hsk.is eða í síma 482 1189.

Fyrri greinSýningarstjóraspjall á næstsíðasta sýningardegi
Næsta greinSelfoss fékk fjögur mörk á sig í seinni hálfleik