Kristinn, Ólafur og Ásta heiðruð

Forysta UMFÍ og ÍSÍ heiðraði þrjá Sunnlendinga fyrir vel unnin störf á ársþingi HSK á Hellu í morgun.

Gunnar Bragason og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sæmdu Kristinn Guðnason á Þverlæk í Holtum silfurmerki ÍSÍ. Kristinn er formaður Glímuráðs HSK og hefur starfað lengi innan hreyfingarinnar.

Þá voru hjónin Ásta Laufey Sigurðardóttir og Ólafur Elí Magnússon á Hvolsvelli sæmd starfsmerki UMFÍ. Þau Ásta og Ólafur hafa verið í forystuhlutverki innan Íþróttafélagsins Dímonar í áraraðir. Örn Guðnason og Björg Jakobsdóttir, stjórnarmenn hjá UMFÍ, heiðruðu Ástu og Ólaf.

Fyrri greinRed Square vodkabar opnaður í kvöld
Næsta greinRagnar íþróttamaður HSK