Kristinn og Sigurbjörn settu HSK met

Kristinn Þór Kristinsson úr Samhygð og Sigurbjörn Árni Arngrímsson frá Umf. Laugdæla settu báðir HSK met á 8. Coca Cola móti FH innanhúss, sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika á dögunum.

Kristinn stórbætti eigið HSK met í 1.500 metra hlaupi karla og kom fyrstur í mark á 3:55,32 mín. Gamla metið sem hann átti sjálfur var frá árinu 2010 og var 4:10,31 mín.

Sigurbjörn Árni stórbætti Íslandsmetið og HSK metið í 1.500 metra hlaupi í flokki 40-45 ára, en hann hljóp á 4:08,72 mín. Öldungametið var 4:42,21 mín og HSK metið í þessum flokki var 5;00,0 mín. Þess má geta að Sigurbjörn Árni á best 3:50,17 mín frá árinu 2007, en þá keppti hann fyrir HSÞ.

Fyrri greinTímabundin takmörkun umferðar um Dyrhólaey
Næsta greinSaga Fest í Stokkseyrarseli