Kristinn með tvö í sigri Árborgar

Kristinn Ásgeir Þorbergsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Árborgar tók á móti Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í 4. deild karla í knattspyrnu á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld.

Árborgarar voru fyrri til að skora en Kristinn Ásgeir Þorbergsson kom þeim yfir á 17. mínútu. Árborg hélt áfram að sækja og Þormar Elvarsson bætti við góðu marki á 42. mínútu. Gestirnir minnkuðu muninn strax í næstu sókn og staðan var 2-1 í hálfleik.

Þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoraði Kristinn Ásgeir sitt annað mark og innsiglaði þar með 3-1 sigur Árborgar, því fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

Eftir þrjár umferðir er Árborg í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en KH er í 6. sæti með 3 stig.

Fyrri grein66°Norður opnar í þjónustustöðvum N1
Næsta greinSemple áfram í hamingjunni