Kristinn með silfur um hálsinn

Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Samhygð, varð annar í 1.500 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í gær og vann þar sín önnur verðlaun á mótinu.

Kristinn hljóp 3:52,91 mín og var um það bil einni sekúndu á eftir Amine Khadiri, frá Kýpur, sem sigraði.

Áður hafði Kristinn Þór unnið bronsverðlaun í 800 m hlaupi á mótinu.

Fyrri greinSjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi
Næsta greinRottuvellir rifnir í dag