Kristinn bætti héraðsmetið

Agnes Erlingsdóttir, Laugdælum og Kristinn Þór Kristinsson, Samhygð, bættu sig bæði þegar þau tóku þátt í stóru frjálsíþróttamóti, Norwegian Grand Prix, sem fór fram á Bislett leikvanginum í Osló síðastliðinn fimmtudag.

Kristinn hljóp 800 m á 1:52,06 sek og sigraði í B-riðli mótsins á nýju HSK meti en hann átti sjálfur fyrra metið. Kristinn bætti sig um 0,21 sekúndu.

Agnes var nálægt HSK meti þegar hún hljóp 400 m á 56,79 sek og varð í þriðja sæti í A-riðli mótsins. Hún bætti sig mikið en hún átti best 57,97 sek. HSK metið er 56,09 sekúndur en það met setti Unnur Stefánsdóttir í Svíþjóð 31. júlí 1982.

Þessi góði árangur, strax á fyrsta móti sumarsins, lofar góðu og verður spennandi að fylgjast með þeim Agnesi og Kristni í sumar.

Fyrri greinFlytur allar fjáröflunarvörur félagsins
Næsta greinSigurbára Rúnars: Samtal, samvinna og mannauður í Flóahreppi