Kristinn Þór bætti við öðru gulli

Kristinn Þór Kristinsson, HSK/Selfoss, tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í 800 m hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Selfossvelli.

Kristinn Þór bætti þar með öðru gulli í safnið en hann sigraði í 1.500 metra hlaupi á fyrri degi mótsins.

Harpa Svansdóttir og Lára Björk Pétursdóttir unnu til bronsverðlauna í dag. Harpa varð þriðja í þrístökki með stökk upp á 10,98 m og Lára Björk kom þriðja í mark í 3.000 m hlaupi kvenna á tímanum 11:58,28 mín.

Það viðraði talsvert betur á íþróttafólkið og áhorfendur á Selfossvelli í dag, eftir kaldan laugardag, og voru allir sammála um að mótahaldið hafi heppnast með miklum ágætum. Frjálsíþróttaráð HSK sá um mótahaldið í samstarfi við Frjálsíþróttasamband Íslands.


Harpa Svansdóttir varð í 3. sæti í þrístökkinu með stökk upp á 10,98 m. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinHSU endurnýjar allan bílaflotann
Næsta greinTilkynnt um neyðarblys við Þorlákshöfn