Kristín útnefnd íþróttamaður Skaftárhrepps

Á sumardaginn fyrsta var Kristín Lárusdóttir, hestakona í Hestamannafélaginu Kópi, útnefnd íþróttamaður Skaftárhrepps.

Á síðasta ári náði Kristín frábærum árangri á þeim mótum sem hún tók þátt í, auk þess sem hún hefur verið óþrjótandi í að miðla kunnáttu sinni til unga fólksins í sveitarfélaginu.

Kristín keppir í meistaraflokki og hefur þátttökurétt á Íslandsmóti.

Fyrri grein„Góð byrjun á sumrinu“
Næsta greinLoka Stofunni og flytja til Svíþjóðar