Kristín útnefnd íþróttamaður ársins

Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum, Hestamannafélaginu Kópi, var útnefnd íþróttamaður Skaftárhrepps árið 2014.

Kristín var tilnefnd fyrir framgöngu sína í hestaíþróttum þar sem hún stundaði sína íþrótt af miklum eldmóði og dugnaði og skilaði einnig miklu til annara íþrótta innan Skaftárhrepps.

Einnig var tilnefndur Kristinn Þór Kristinsson, hlaupari í Langholti í Meðallandi, en hann keppir fyrir Umf. Samhygð. Kristinn keppti í millivegalengda- og langhlaupum og stóð sig afskaplega vel á þeim mótum sem hann tók þátt í árið 2014. Einnig á hann sæti í landsliðshóip Íslands í frjálsum íþróttum og keppir þar í millivegalengda- og langhlaupum.

Fyrri greinDýrmæt stig í súginn
Næsta greinOrri Páll ráðinn í þjóðgarðinn