Kristín sigraði í 35+

Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíói á skírdag og föstudaginn langa. Þrír Sunnlendingar kepptu á mótinu.

Kristín Kristjánsdóttir frá Selfossi sigraði í fitness kvenna 35 ára og eldri og í unglingaflokki kvenna varð Dagný Pálsdóttir frá Selfossi í 2. sæti.

Í fitness kvenna -163 sm varð Edda Ósk Tómasdóttir frá Flúðum í 6. sæti.