Kristín og Þokki heimsmeistarar í tölti

Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum í Meðallandi varð í morgun heimsmeistari í tölti á Þokka frá Efstu-Grund á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku.

Kristín og Þokki sigruðu með yfirburðum í keppninni með heildareinkunnina 8,44 en þau fengu m.a. 8,67 fyrir hraða töltið eftir frábæra sýningu.

Kristín og Þokki voru tekin inn í landsliðshópinn eftir að annar knapi hafði dregið sig í hlé en þau sýndu það og sönnuðu í morgun að þau áttu svo sannarlega heima á þessu móti.

Fyrri greinTýndist í Tindfjöllum
Næsta greinFrábær endurkoma Ægis – Stokkseyri tapaði