Kristín íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi

Kristín Lárusdóttir með verðlaun sín. Ljósmynd/Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson

Kristín Lárusdóttir, Hestamannafélaginu Kópi, var útnefnd íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi árið 2023. Verðlaunaafhendingin fór fram á þrettándanum á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri.

Auk Kristínar voru tilnefnd þau Daníel Smári Björnsson fyrir frjálsar íþróttir og Svanhildur Guðbrandsdóttir fyrir hestaíþróttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd útnefndi Kristínu íþróttamann Skaftárhrepps og Daníel Smári fékk viðurkenninguna efnilegasti íþróttamaður Skaftárhrepps. Þá fékk Sigurjón Ægir Ólafsson sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir stórglæsilegan árangur í kraftlyftingum en hann vakti mikla athygli á Special Olympics síðasta sumar.

Að lokinni verðlaunaafhendingunni voru afhentir styrkir. Systrakaffi styrkti Ungmennafélagið Ármann um 80 þúsund krónur sem var ágóði af jólabingói og í kjölfarið mættu á staðinn tveir jólasveinar sem hafa undanfarin ár verið á ferðinni á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni á aðfangadag og styrktu þeir Ungmennafélagið Ármann um 100 þúsund krónur.

Fyrri greinUmhverfismat kynnt á opnu húsi
Næsta greinFólk beðið um að spara heita vatnið