„Krefjandi fyrir liðið að standa við þessa spá“

Selfyssingum er spáð 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar en spáin var kynnt á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í Ölgerðinni í dag.

Það eru fyr­irliðar og þjálf­arar liðanna í deildinni sem greiða atkvæði í kosningunni.

Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Íslands-, bikar- og deildarbikarmeisturum Stjörnunnar er spáð 2. sætinu.

„Þetta er flott spá og ég held að hún sé raunsæ miðað við gengi síðasta sumars og deildarbikarinn í vor. Ég er reyndar hissa á því að Stjörnunni sé spáð 2. sætinu,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is. Hann sagðist ánægður með að Selfyssingum sé spáð 3. sætinu en liðið varð í 4. sæti í fyrra og 6. sæti árið 2013.

„Þriðja sætið kom mér að minnsta kosti ekki á óvart. Það verður krefjandi fyrir liðið að standa við þessa spá,“ sagði Gunnar ennfremur.

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á uppstigningardag en þá heimsækja Selfyssingar Fylki í Árbæinn kl. 14:00.

Spá fyrirliða og þjálfara:

1. Breiðablik 277 stig
2. Stjarn­an 272 stig
3. Sel­foss 213 stig
4. Þór/​KA 206 stig
5. Fylk­ir 160 stig
6. ÍBV – 157 stig
7. Val­ur 154 stig
8. KR 97 stig
9. Þrótt­ur 61 stig
10. Aft­ur­eld­ing 53

Fyrri greinKonur, skúr og karl
Næsta greinKnattspyrnuskóli Coerver á Selfossi 15.-17. maí