Kraftbrennzlan sigraði firmakeppnina

Firmakeppni Golfklúbbs Selfoss var spiluð í dag við góðar aðstæður. Lið Kraftbrennzlunnar fór með sigur af hólmi en liðið var skipað eigendum fyrirtæksins.

Það voru þau Ástmundur Sigmarsson og Helena Guðmundsdóttir sem sigruðu í dag á 28 höggum, jafnmörgum höggum og liðin í 2. sæti og 3. sæti en Kraftbrennslan var með betri síðustu þrjár holurnar.

Lið Hársnyrtistofunnar Österby varð í 2. sæti á 28 höggum einnig, en liðið skipuðu Pétur Sigurdór Pálsson og Einar Matthías Kristjánsson.

Í þriðja sæti varð lið Heimsferða en knattspyrnumennirnir Arnór Ingi Gíslason og Gylfi Dagur Leifsson skipuðu liðið sem spilaði einnig á 28 höggum.

Alls voru 24 ilð skráð til leiks á mótinu.