KR skrefi á undan

Abby Beeman var stigahæst hjá Hamri/Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór tók á móti KR í fyrsta leik úrslita 1. deildar kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Eftir spennuleik hafði KR sigur, 85-89.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sæti sitt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er því 0-1 fyrir KR og liðin mætast næst í Vesturbænum á föstudaginn langa kl. 17.

KR byrjaði betur og staðan var orðin 13-26 í upphafi 2. leikhluta. Þá tók Hamar/Þór við sér, þær minnkuðu muninn í tvö stig, 29-31 en staðan var 33-37 í hálfleik.

KR hélt forystunni nánast allan 3. leikhluta en Hamar/Þór var aldrei langt undan. Heimakonur áttu síðan góðan sprett um miðjan 4. leikhluta og komust yfir, 71-70. Síðustu þrjár mínútur leiksins voru KR-ingar hins skrefi á undan og þær sigruðu að lokum með fjögurra stiga mun.

Abby Beeman var stiga- og framlagshæst hjá Hamar/Þór með 31 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Hana Ivanusa var sömuleiðis öflug með 20 stig. Þær sunnlensku réðu hins vegar ekkert við Cheah Rael-Whitsitt í liði KR sem skoraði 37 stig, tók 23 fráköst og sendi að auki 7 stoðsendingar. Hún var með 58 framlagsstig.

Hamar/Þór-KR 85-89 (13-22, 20-15, 23-26, 29-26)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 31/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hana Ivanusa 20/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 9/10 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Fatoumata Jallow 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 3, Bergdís Anna Magnúsdóttir 1.

Leikur 2 18. apríl kl. 17:00 KR – Hamar/Þór ( Meistaravellir)
Leikur 3 21. apríl kl. 19:15 Hamar/Þór – KR (Icelandic Glacial höllin)
Leikur 4 24. apríl kl. 17:00 KR – Hamar/Þór (Meistaravellir) *ef með þarf
Leikur 5 28. apríl kl. 19:15 Hamar/Þór – KR (Hveragerði) *ef með þarf

Fyrri greinGreipur og Egill Freyr grunnskólameistarar í glímu
Næsta greinSelfoss byrjar betur