KR-ingar lögðu Selfoss

Selfyssingar hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Selfoss tapaði gegn KR, 2-1.

KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir á 14. mínútu með marki frá Óskari Erni Haukssyni.

Selfyssingar jöfnuðu rétt fyrir leikhlé þegar Ingþór Jóhann Guðmundsson hamraði knöttinn í netið utan úr vítateignum.

KR-ingar réðu ferðinni í seinni hálfleik en Selfoss átti ágætar skyndisóknir. Sigurmark leiksins kom á 65. mínútu. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið með skalla.

Fyrri greinFimm hlaupamet féllu í dag
Næsta greinRéðust á mann með öxi