Kostar ekki krónu á völlinn

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Krónan skrifuðu undir styrktarsamning á dögunum þar sem Krónan kaupir alla heimaleiki kvennaliðs Selfoss í Pepsi-deildinni og býður viðskiptavinum sínum frímiða.

Krónan hefur stutt við kvennalið Selfoss síðustu ár en aðalmarkmið nýja samningsins er að efla kvennaknattspyrnuna á Selfossi.

Viðskiptavinir Krónunnar geta farið í verslunina á Selfossi á leikdegi og fengið fría aðgöngumiða á völlinn. Verkefnið er kallað “kostar ekki krónu á völlinn í boði Krónunnar”.

Næsti heimaleikur Selfoss er í kvöld kl. 19:15 þegar liðið tekur á móti toppliði FH.