Körfuboltinn fékk veglegan styrk

Í tilefni af frábærum árangri karlaliðs Þórs í Iceland Express-deildinni í körfubolta í vetur bauð Sveitarfélagið Ölfus bæjarbúum til móttöku í Ráðhúskaffi um síðustu helgi.

Þar mætti fjöldi manns og tók þátt í því að fagna með körfuboltafólkinu.

Veittar voru viðurkenningar fyrir frábæran árangur og afhenti sveitarfélagið körfuknattleiksdeildinni m.a. veglega ávísun að upphæð einni og hálfri milljón króna.