Körfuboltaleikjum kvöldsins frestað

Búið er að fresta leikjum Hamars, FSu og Þórs Þorlákshöfn í körfunni í kvöld.

Þórsarar áttu að taka á móti KR í Domino’s-deild karla. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.

Það sama á við leiki Hamars og Þórs Ak. og Vals og FSu sem fram áttu að fara í kvöld. Nýjar dagsetningar á leikina verða kynntar síðar.