Konurnar heima og karlanir úti

Í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu og 32-liða úrslit hjá körlunum.

Kvennalið Selfoss mætir 1. deildarliði Völsungs frá Húsavík í 16-liða úrslitunum og fer leikurinn fram á JÁVERK-vellinum 5. eða 6. júní næstkomandi. Selfoss mætti Völsungi síðast í 1. deildinni 2011 og sigraði þá bæði heima og að heiman.

Karlaliðið dróst á móti Pepsi-deildarliði Vals í 32-liða úrslitunum. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 3. júní á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.

Fyrri greinOpið hús hjá VISS á föstudag
Næsta greinTímabundin takmörkun umferðar um Dyrhólaey