Kona í þjálfarateymi FSU

Gengið var frá ráðningu þjálfara fyrir yngriflokka Körfuknattleiksfélags FSU í dag. Það telst til tíðinda að kona bættist nú í þjálfarateymið.

Harpa Reynisdóttir tekur við þjálfun stúlkna á minniboltaaldri. Harpa er menntaður þroskaþjálfi og starfar í samræmi við menntun sína á einum leikskólanum á Selfossi.

Hún hefur töluverða reynslu af þjálfun yngri flokka hjá Umf. Hrunamanna en hún fékk einmitt sitt körfuboltauppeldi sitt í íþróttahúsinu á Flúðum þar sem hún spilað upp yngri flokkana og með meistaraflokki.

Ráðning Hörpu er stórt framfaraskref við uppbyggingu kvennakörfunnar hjá félaginu, sem hefur ekki gengið samkvæmt áætlunum í gegnum árin, eins og segir í frétt á heimasíðu FSU.

Fyrri greinSkoða breytta notkun Leikskála
Næsta greinEinar og Katarzyna ráðin til Skaftárhrepps