Kolbeinn og Geir til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur samið við tvíburabræðurna Kolbein og Geir Kristinssyni og munu þeir leika með Selfyssingum í 1. deildinni á komandi sumri.

Geir og Kolbeinn eru uppaldir í Fjölni en hafa áður leikið með Völsungi og Árborg á láni auk þess sem Geir lék með Þrótti á láni síðari hlutann á síðasta tímabili.

Bræðurnir, sem uppaldir eru í Fjölni, eru 23 ára gamlir og geta leyst stöður bæði á vörninni og á miðjunni.

Þá er varnarmaðurinn Bjarki Már Benediktsson kominn aftur til Selfyssinga á láni frá FH en hann lék með liðinu í 1. deildinni í fyrra.

fotbolti.net greinir frá þessu