Knattspyrnutímabilið gert upp

Knattspyrnutímabilinu lýkur í dag þegar Selfyssingar og Grindvíkingar mætast kl. 14 á Selfossvelli.

Af því tilefni verður Suðurland FM með sérstakan aukaþátt fyrir leikinn þar sem knattspyrnutímabilið verður gert upp. Strax að þættinum loknum verður leiknum lýst beint.

Þátturinn hefst tveimur tímum fyrir leik, kl. 12, og þar verða viðtöl við þjálfara og leikmenn meistaraflokks Selfoss, karla og kvenna. Einnig verður rætt við fólkið sem starfar í kringum liðin og fleiri knattspyrnuspekinga. Sent verður beint út frá félagsheimili Umf. Selfoss, Tíbrá.