Knattspyrnumenn í grænum rútum

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Hópferðabílar Guðmundar Tyrfingssonar hafa gert með sér samstarfsamning.

G. Tyrfingsson mun ferja knattspyrnumenn og -konur í lengri ferðir og eins mun stuðningsmannasveitin Skjálfti ferðast með G. Tyrfingsson. Samningurinn er til tveggja ára.

Í fréttatilkynningu segir að hópferðabílar Guðmundar Tyrfingssonar séu rótgróið fyrirtæki sem hefur verið með aðsetur á Selfossi frá upphafi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu og eru þekktir fyrir öryggi í sinni þjónustu, enda allar þeirra rútur með þriggja punkta bílbeltum.