Knattspyrnudeild Ungmennannafélags Selfoss er 70 ára í dag en hún var stofnuð þann 15. desember árið 1955.
Í tilefni af afmælinu færði Kjartan Björnsson deildinni í síðustu viku myndasafn sitt úr starfi félagsins frá árunum 1988 til 1998.
Kjartan var ötull ljósmyndari á sínum tíma en myndirnar eru allar á pappír og naut hann því liðsinnis Ólafs Ragnarssonar sem skannaði myndirnar, 2.200 talsins, og fær deildin þær því á rafrænu formi.

