Knattspyrna: Sjö gul á Ægi

Ægismenn hafa tapað báðum leikjum sínum í Lengjubikar karla í vor en liðið laut í gervigras þegar það mætti Reyni Sandgerði í Reykjaneshöllinni fyrr í dag, 3-1.

Leikurinn var jafnari en tölurnar gefa til kynna, Reynismenn komust yfir á 27. mínútu og bættu svo við tveimur mörkum á tveimur síðustu mínútum fyrri hálfleiks.

Ægismenn léku manni fleiri allan síðari hálfleik þangað til fyrirliðinn, Ársæll Jónsson, fékk sitt annað gula spjald á 86. mínútu en það var sjöunda gula spjald Ægis í leiknum. Danislav Jevtic minnkaði muninn fyrir Ægi á 90. mínútu með marki úr vítaspyrnu og þar við sat.

Fyrri greinKnattspyrna: KFG lagði KFR
Næsta greinMikil umferð við eldstöðina