Knattspyrna: KFG lagði KFR

KFR lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í vor þegar liðið mætti KFG á Stjörnuvelli í dag. Garðbæingar höfðu betur í hörkuleik, 2-1.

Heimamenn komust yfir fimm mínútum fyrir hálfleik og bættu svo öðru marki við strax í upphafi síðari hálfleiks. Brynjólfur Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir KFR á 67. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi í síðari hálfleik tókst Rangæingum ekki að jafna.

Fyrri greinHandbolti: Selfoss tapaði í Eyjum
Næsta greinKnattspyrna: Sjö gul á Ægi