Knattspyrna fyrir leikskólabörn

Knattspyrnufélag Rangæinga hefur komið af stað knattspyrnuskóla fyrir tvo elstu árgangana í leikskólum í Rangárvallasýslu.

Aðalhvatamaðurinn að skólanum er Lárus Viðar Stefánsson, þjálfari hjá KFR. Hann er einnig umsjónarmaður skólans ásamt öðrum þjálfurum KFR. Að auki hafa stúlkur úr 3.flokki félagsins verið duglegar við að aðstoða þjálfana.

Fjör í fótbolta er heitið á skólanum og er hann kenndur á laugardagsmorgnum frá kl. 10:30-11:30 í íþróttahúsinu á Hvolsvelli.

Af þessu tilefni ákvað stjórn KFR að færa leikskólum í sýslunni fótbolta að gjöf. Leikskólarnir eru að Laugalandi, á Hellu og á Hvolsvelli. Boltarnir vöktu mikla lukku hjá leikskólabörnum og var gjöfinni vel tekið meðal kennara leikskólanna.

Fyrri greinTvöföld opnun í Listasafninu
Næsta greinTOTO-tribute í kvöld