Knattspyrna: Atli klóraði í bakkann

Karlalið Hamars tapaði í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í vor þegar liðið mætti ÍH á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur voru 3-1.

ÍH skoraði fyrsta markið á 12. mínútu og bættu öðru við rétt fyrir leikhlé. Hafnfirðingar komust svo í 3-0 á 70. mínútu en Atli Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir Hamar á 80. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Fyrri greinHamar-KR 1-0: Frábær leikur Kristrúnar
Næsta greinSumarhúsaeigendur geta sofið rólegir