Selfoss lauk deildarkeppninni í 2. deild kvenna með fullt hús stiga en í dag lagði liðið Völsung á útivelli, 0-1.
Brynja Líf Jónsdóttir skoraði sigurmark leiksins á 84. mínútu. Hún tryggði þar með Selfyssingum sinn ellefta sigur í ellefu leikjum en Selfoss tekur sér með 33 stig í úrslitakeppnina og er með markatöluna 46-7.
Í úrslitakeppninni leikur Selfoss heima og heiman gegn ÍH, Völsungi og Fjölni.

