Kláruðu leikinn á fimm mínútum

Hamarskonur unnu nokkuð öruggan heimasigur á Snæfelli, 92-71, í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Úrslitin gefa þó ekki rétta mynd af leiknum sem var jafn allan tímann en Hamar tók á sprett á síðustu fimm mínútunum og kláraði leikinn. Staðan í leikhléi var 51-41 en Snæfell náði að komast yfir í upphafi 3. leikhluta, 63-65.

Jaleesa Butler átti mjög góðan leik fyrir Hamar þó að skotnýting hennar hefði mátt vera betri undir körfunni. Butler skoraði 25 stig og tók 23 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, Slavica Dimovska og Íris Ásgeirsdóttir 13 og þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir voru báðar með 10 stig.

Hjá Snæfelli var Jamie Braun stigahæst með 31 stig og 13 fráköst.

Fyrri greinFundu dauðan sel í Ölfusá
Næsta greinBílslys olli rafmagnsleysi í Ölfusinu